




Mögnuð vél frá Roborock með ótrúlegum tækninýjungum. Í vélinni er armur sem grípur upp dót af gólfunum t.d sokka, tuskur og létt leikföng sem annars myndu hindra vélina frá því að þrífa allt svæðið. Dótið er fært til eða sett í sérstaka körfu sem fylgir með í pakkanum. Saros Z70 skarar framúr í þrifieiginleikum, vélin er með 22.000Pa sogkrafti, er einungis 7.98cm á hæð og kemst yfir allt að 4cm þröskulda. Nýtt leiðarkerfi er í vélinni sem gerir henni kleyft að rata skilvirkt um og búa til hárnákvæmt kort af heimilinu. Skúringargetan er einnig mjög góð en á vélinni eru tvær hringlaga moppur sem snúast og skrúbba burt erfiða bletti. Eftir þrif fer vélin svo í sjálftæmingarstöð sem sér um að halda vélinni hreinni og tilbúna í næstu þrif!
MultiFunctional Dock 4.0 sjálfhreinsandi dokka
https://cdn.shopify.com/videos/c/o/v/0009e7a66f7b44eabb28d1aca09e2941.mp4

Mi búðin kynnir Saros Z70 — eitt fyrsta ryksuguvélmennið með samanbrjótanlegum vélar arm sem tekur hreinsunina á næsta plan.
Þessi hátæknilegi armur gerir Saros Z70 kleift að færa hluti úr vegi og hreinsa svæði sem áður voru óaðgengileg. Z70 gefur ekkert eftir í hreingerningareiginleikum þrátt fyrir þunna 7.98cm hönnun en vélin skartar 22.000Pa sogkrafti, VibraRise hljóðbylgjumoppun og glænýju StarSight leiðarkerfi.
OmniGrip vélararmur
Sér, hugsar og framkvæmir
Innbyggð gervigreind
Lærir að þrífa heimilið sem best
7.98cm ofurþunn hönnun til að komast undir fleiri húsgögn
StarSight 2.0 leiðarkerfi
Tvöfalt AntiTangle kerfi til að minnka hárflækjur
22.000Pa HyperForce sogkraftur
AdaptiLift tækni til að komast yfir allt að 4cm þröskulda
FlexiArm tækni i nær útí króka og kima
Sjálfvirk hreinsi- og sjálftæmingarstöð
Snjöll stjórnun með appi eða rödd
Framtíðin er mætt
https://cdn.shopify.com/videos/c/o/v/1adbedba6bf74e4f90697fadc26e807a.mp4
Í fyrstu yfirferð merkir vélin við þá hluti sem hún getur lyft og fært til, við síðari yfirferð þá gengur vélin frá eða færir hlutina frá svo að hún komist á áður óaðgengilega staði.
Ekki bara ryksuga
Líka hjálparhönd

Þekkir og skipuleggur
Sokkar? Nálægt skápnum. Inniskór? Fram í forstofu. Krumpuð blaðþurrka? Beint í ruslakörfuna. Með síbætandi aðskotahlutagreiningu getur Saros Z70 tekið til á heimilinu, svo lengi sem hluturinn er 300gr eða minna getur armurinn lyft hlutnum og fært hann til.
*Kveikja þarf sérstaklega á aðskotahlutaskipulagningu
OmniGrip
Armurinn sem sér, hugsar og framkvæmir
OmniGrip er búin myndavél og LED-ljósi sem gera arminum kleift að ákvarða staðsetningu sína, umhverfi og þyngd hvers hlutar sem hún grípur.
Þetta tryggir að vélræna höndin starfi með einstakri nákvæmni.
https://cdn.shopify.com/videos/c/o/v/1adbedba6bf74e4f90697fadc26e807a.mp4